Heil umferð í kvöld
Heil umferð verður leikin í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Grindvíkingar leika gegn ÍR í Seljaskóla en leikurinn átti að fara fram í gær en honum var frestað til dagsins í dag. Með sigri í leiknum styrkja Grindvíkingar stöðu sína á toppi deildarinnar en töluverðar hræringar hafa verið í herbúðum þeirra. Helgi Jónas Guðfinnsson hefur ákveðið að taka sér frí íþróttinni og Damon Bailey hefur verið sendur heim og leikstjórnandi fenginn í hans stað.
Njarðvíkingar mæta Þór á Akureyri en Þórsarar eru komnir í efstu deild að nýju og með sterkan heimavöll.
Keflvíkingar mæta KR í íþróttahúsinu við Sunnubraut en þeir eru nýkomnir heim frá Lettlandi og Finnlandi eftir tvo strembna Evrópuleiki.