Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heil umferð í kvennaboltanum
Miðvikudagur 28. febrúar 2007 kl. 08:50

Heil umferð í kvennaboltanum

Leikin verður heil umferð í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir kl. 19:15.

 

Í Grindavík mætast heimakonur og Breiðablik en með sigri í kvöld geta Grindvíkingar jafnað Keflavík að stigum að því gefnu að Keflavík tapi heima gegn ÍS. Íslandsmeistarar Hauka mæta Hamri í Hveragerði og hafi þær sigur í leiknum verða þær deilarmeistarar.

 

Keflavík er í 2. sæti deildarinnar með 26 stig en Grindavík í þriðja sæti með 24 stig. Haukar sitja á toppnum með sex stiga forystu eða 32 stig og hafa aðeins tapað einum deildarleik í vetur en það var í desember gegn Keflavík.

 

Ljóst er að Haukar, Keflavík, Grindavík og ÍS eru liðin sem skipa munu úrslitakeppnina en aðeins á eftir að koma í ljós hvort Grindavík eða Kefalvík verði með heimavallarréttin þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

 

Staðan í deildinni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024