Heil umferð í Iceland Express deild kvenna
Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og hefjast allir fjórir leikirnir kl. 19:15. Umferðin í kvöld er 24. umferð deildarinnar en alls eru leiknar 28 umferðir og með leikjum kvöldins eru alls 10 stig í pottinum. Suðurnesjaliðin sem verma efstu tvö sæti deildarinnar leika á útivelli í kvöld en hægt er að fylgjast með gangi mála á kki.is.
Staðan
Leikir dagins:
Haukar-Fjölnir
KR-Snæfell
Hamar-Njarðvík
Valur-Keflavík