Heil umferð hjá konunum í kvöld
Þriðja umferð Iceland Express deild kvenna fer fram í kvöld með fjórum leikjum. Stórleikur verður í Toyothöllinni þegar Keflavík tekur á móti KR. Þessi lið áttust við í úrslitum Powerade-bikarsins þar sem Keflavík hafði að lokum sigur. Grindavík tekur á móti Val á heimavelli sínum og verður það spennandi leikur.
Hamar tekur á móti Fjölni í Hveragerði og Haukastúlkur fá nýliða Snæfells í heimsókn. Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.
VF-MYND/JJK: Það var hart barsist í viðureign Keflavíkur og KR á dögunum.