Heiðursgestir í Ljónagryfjunni í kvöld
Heiðursgestir á leik Njarðvíkur og Keflavíkur í úrsitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna verða leikmenn fyrstu Íslandsmeistara UMFN frá árinu 1981 en í ár eru þrjátíu ár síðan þessi fyrsti Íslandsmeistaratitill í meistaraflokki karla kom í hús.
Árið 1981 var upphafið af glæstum tímum í sögu UMFN en á þessum 30 árum hefur félagið orðið Íslandsmeistari 13 sinnum í meistaraflokki karla, og Bikarmeistari 8 sinnum en stelpurnar eru í sínu fyrsta úrslitaeinvígi.
Mynd: úr Faxa - Íslandsmeistaralið UMFN árið 1981. Leiðrétting á nafnalista við mynd: Jón Ingi er Jón Viðar Matthíasson núverandi slökkviliðsstjóri í Reykjavík og Smári Lárusson er að sjálfsögðu Árni Lárusson.
www.umfn.is