Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiður og Helgi klúbbmeistarar GVS
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 6. júlí 2023 kl. 06:15

Heiður og Helgi klúbbmeistarar GVS

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar var haldið dagana 28. júní til 1. júlí. Þátttaka í mótinu var þokkaleg en veðrið var með ýmsu móti þessa fjóra daga.

Heiður Björk Friðbjörnsdóttir og Helgi Runólfsson stóðu uppi sem sigurvegarar og eru því klúbbmeistarar GVS 2023.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú fara í hönd meistaramót hjá flestum golfklúbbum landsins. Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja og Golfklúbbs Sandgerðis fara fram dagana 5. til 8. júlí en hjá Golfklúbbi Grindavíkur hefst meistaramótið þann 19. júlí. Fram að þeim tíma er völlurinn því aðgengilegur þeim kylfingum sem ekki eru að keppa meistaramótum sinna klúbba.

Verðlaunahafar meistaramóts GVS 2023. Myndir af Facebook-síðu GVS