Fimmtudagur 12. júlí 2007 kl. 19:11
Heiðu gengur vel í Noregi
Heiða Guðnadóttir, kylfingur úr GS, er þessa dagana að leika fyrir hönd íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Noregi.
Í morgun lék hún með Rögnu Björk Ólafsdóttur í fjórmenningi gegn Englandi og höfðu þær sigur.
Nú er verið að leika tvímenning og hvílir Heiða þar sem 3 liðsfélagar hennar leika.