Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 29. janúar 2003 kl. 20:12

Heiðrún Rós Íslandsmeistari á gólfæfingum og á trampólíni

Íslandsmótið í almennum fimleikum, 2. - 5. þrepi stúlkna og 1. - 3. þrepi pilta fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut um sl. helgi. Nokkrar stelpur úr fimleikadeild Keflavíkur tóku þátt á mótinu og stóðu sig mjög vel. Heiðrún Rós Þórðardóttir var meðal keppenda og varð hún í 1. sæti á gólfi og á trampólíni.Sonja Ósk Sverrisdóttir, Heiðrún Rós Þórðardóttir og Flóra Karítas komust með góðum árangri sínum á laugardeginum á Meistaramótið sem var á sunnudeginum. Þar varð Flóra Karítas í 2. sæti samanlagt eftir að hafa verið í 2. sæti samanlagt fyrri daginn. Eins og áður sagði varð Heiðrún Rós í 1. sæti á gólfi og trampólín sem þýðir að hún varð Íslandsmeistari. Sonja Ósk komst ekki á verðlaunapall en stóð sig engu að síður mjög vel í öllum greinunum.

Í 2. þrepi var Elva Björk Sigurðardóttir í 3. sæti á dýnu, Lovísa Kjartansdóttir varð í 2. sæti á gólfi og í 5. þrepi varð Kara Tryggvadóttir í 2. sæti á dýnu.

Mynd: Sonja Ósk í gólfæfingum á Meistaramótinu um helgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024