Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiðraður á aðalfundi
Feðgarnir Gunnar Örn Guðmundsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson.
Mánudagur 31. mars 2014 kl. 09:23

Heiðraður á aðalfundi

- og Njarðvíkingar sigursælir á vormóti JSI.

Gunnar Örn Guðmundsson, fyrrverandi Íslandsmeistari í júdó og einn af stofnendum og styrktaraðili júdódeildarinnar, var heiðraður fyrir störf sín á aðalfundi Júdódeildar UMFN/Sleipnis, sem var haldinn 26. mars. Auk þess var minnisvarði um afrek hans hengdur upp á heiðursvegg deildarinnar.

Mikið annríki hefur verið hjá júdódeildinni að undanförnu. Um helgina var vormót JSI haldið og sigruðu Njarðvíkingar þrjá flokka og urðu í öðru sæti í stigakeppni liða. Og nú hafa þrír iðkendur deildarinnar verið valdir í að keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu í júdó. Það eru þau Bjarni Darri Sigfússon, Sóley Þrastardóttir og Birkir Freyr Guðbjartsson.

Björn Lúkas Haraldsson keppti á Mjölni Open og lennti í þriðja sæti í gífurlega sterkum flokki þar sem 28 keppendur tóku þátt. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá glæsileg tilþrif Björns. Einnig eru myndir af verðlaunahöfum á vormótinu.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024