Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiðraðir fyrir 100 leiki með UMFG
Mánudagur 29. júní 2009 kl. 10:41

Heiðraðir fyrir 100 leiki með UMFG

Knattspyrnudeild UMFG heiðraði í gær þrjá leikmenn sem léku nýlega sína 100. leiki í efstu deild fyrir félagið. Þetta eru þeir Ray Anthony Jónsson, Scott Ramsey og Eysteinn Húni Hauksson, en þeir fengu úr að gjöf frá knattspyrnudeildinni í tilefni áfangans.


Ray lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Grindavík 1999 og hefur verið einn af lykilmönnum félagsins undanfarinn áratug. Hann lék sinn hundraðasta leik á Grindavíkurvelli í fyrra gegn HK.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Scott Ramsey lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Grindavík 1998 og hefur einnig verið einn af lykilmönnum félagsins frá þeim tíma. Hann lék sinn hundraðsta leik gegn HK á Kópavogsvelli í fyrra.


Eysteinn Húni lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Grindavík 2002 og hefur síðan verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann lék sinn hundraðsta leik gegn Fram á Grindavíkurvelli í fyrra.

VF-mynd/Hilmar Bragi: Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, og leikmennirnir þrír.