Heiðraðir fyrir 100 leiki með UMFG
Knattspyrnudeild UMFG heiðraði í gær þrjá leikmenn sem léku nýlega sína 100. leiki í efstu deild fyrir félagið. Þetta eru þeir Ray Anthony Jónsson, Scott Ramsey og Eysteinn Húni Hauksson, en þeir fengu úr að gjöf frá knattspyrnudeildinni í tilefni áfangans.
Ray lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Grindavík 1999 og hefur verið einn af lykilmönnum félagsins undanfarinn áratug. Hann lék sinn hundraðasta leik á Grindavíkurvelli í fyrra gegn HK.
Scott Ramsey lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Grindavík 1998 og hefur einnig verið einn af lykilmönnum félagsins frá þeim tíma. Hann lék sinn hundraðsta leik gegn HK á Kópavogsvelli í fyrra.
Eysteinn Húni lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Grindavík 2002 og hefur síðan verið einn af lykilmönnum liðsins. Hann lék sinn hundraðsta leik gegn Fram á Grindavíkurvelli í fyrra.
VF-mynd/Hilmar Bragi: Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, og leikmennirnir þrír.