Fimmtudagur 20. febrúar 2014 kl. 08:00
Heiðarskóli sigraði körfuboltamót grunnskólanna
- Eftir framlengingu í leik gegn Njarðvíkurskóla
Heiðarskóli bar sigur úr bítum í körfuboltamóti grunnskólanna í Reykjanesbæ í vikunni. Skólinn lék til úrslita gegn Njarðvíkurskóla og var leikurinn æsispennandi. Svo spennandi að framlengja þurfti, en að lokum unnu Heiðarskólapiltar með fjórum stigum.