Heiðar Birnir ráðinn þjálfari hjá Keflavík
Heiðar Birnir Torleifsson hefur verið ráðinn til Keflavíkur, hann verður þjálfari meistaraflokks kvenna, yfirþjálfari yngri flokka ásamt því að vera íþróttafulltrúi knattspyrnudeildar félagsins. Heiðar hefur undanfarin ár starfað í Dalvík og Fjallabyggð.
Knattspyrnudeild Keflavíkur bindur miklar vonir við Heiðar Birnir og reiknar með ferskum vindum með ráðningu hans og er þetta eitt skref í þvi að gera betur fyrir stelpur og stráka í Keflavík.
Í tilkynningu frá Knattspyrnudeild Keflavíkur er Heiðar Birnir boðinn velkomin til starfa