Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiða og Ingunn efstar
Þriðjudagur 1. ágúst 2006 kl. 17:51

Heiða og Ingunn efstar

Keppni er nú lokið á fyrsta hring í flokki stúlkna 16-18 ára á Íslandsmóti unglinga á Akranesi. Ingunn Gunnarsdóttir úr GKG og Heiða Guðnadóttir úr GS léku best, á 78 höggum eða 6  höggum yfir pari. Ragna Björk Ólafsdóttir úr GK lék á 80 höggum og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL var á 82 höggum.

Keppni í flokki pilta 16-18 ára er ekki lokið, en þegar þetta er skrifað hefur Akureyringurinn Björn Guðmundsson forystu, lék á 75 höggum eða 3 höggum yfir pari. Kristján Þór Einarsson úr GKj er í öður sæit á 78 höggum.

Staðan efstir fyrsta hring í flokki stúlkna 16-18 ára:

1 Ingunn Gunnarsdóttir GKG    78
2 Heiða Guðnadóttir GS   78

3 Ragna Björk Ólafsdóttir GK   80
4 Valdís Þóra Jónsdóttir GL   81
5 Ásta Birna Magnúsdóttir GK    82
6 Elísabet Oddsdóttir GR   85 
7 Hanna Lilja Sigurðardóttir GR   85
8 Signý Arnórsdóttir GK    87
9 Tinna Arinbjarnardóttir GR   90
10 Erna Valdís Ívarsdóttir GKG   92
11 Sandra Júlía Bernburg GR    92
12 Katrín Sveina Björnsdóttir GSS   93
13 Þórunn Día Óskarsdóttir GKG    95
14 Jórunn Pála Jónasdóttir GKG   96

Frétt og mynd af Kylfingur.is: Heiða Guðnadóttir úr GS deilir efsta sæti með Ingunni Gunnarsdóttur eftir fyrsta hring.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024