Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiða með Team Iceland til Kýpur
Föstudagur 11. apríl 2008 kl. 00:44

Heiða með Team Iceland til Kýpur

Staffan Johanson landsliðsþjálfari í golfi hefur valið níu leikmenn til að spila á Cyprus Ladies og Cyprus Men´s open. Spilað verður á Secret Valley GC. Stelpurnar byrja þann 15. april og strákarnir þann 18. Mótið er ekki talið meðal sterkustu móta í Evrópu og gefur okkar leikmönnum tækifæri á að spila til verðlauna. Kylfingurinn Heiða Guðnadóttir frá Golfklúbbi Suðurnesja er í hópnum.
 
Miklir hitar og þurkar hafa verið á Kýpur undanfarnar vikurnar og vatn af skornum skammti. Það hefur haft áhrif á vökvun vallanna. Það má því búast við hörðum og hröðum velli á Kýpur og spennandi að sjá hvernig okkar fólki gengur að eiga við þær aðstæður.
 
Þeir sem taka þátt fyrir Íslands hönd eru:
 
Andri Már Óskarsson GHR
Axel Bóasson GK
Björn Guðmundsson GA
Guðjón Henning Hilmarsson GKG
Rúnar Arnórsson GK
 
Eygló Myrra Óskarsdóttir GKG
Heiða Guðnadóttir GS
Ragna Björk Ólafsdóttir GK
Valdís Þóra Jónsdóttir GL
 
Mynd: www.kylfingur.isHeiða Guðnadóttir hefur leik ytra þann 15.apríl næstkomandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024