Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Heiða keppir á The Duke of York mótinu
Fimmtudagur 13. september 2007 kl. 10:01

Heiða keppir á The Duke of York mótinu

Kylfingurinn Heiða Guðnadóttir frá Golfklúbbi Suðurnesja er nú stödd í Skotlandi á The Duke of York meistaramótinu þar sem meistarar frá hverju Evrópulandi í yngri flokkum koma saman og etja kappi sín á milli. Auk Hennar er Andri Már Óskarsson GKR þar úti að keppa.

Mótið var fyrst haldið árið 2001, en þar eru meisturum í aldursflokkum 18 ára og yngri boðið að keppa eða þá að viðkomandi kylfingar hafi unnið önnur stórmót í sínu heimalandi. Þau Heiða og Andri urðu Íslandsmeistarar fyrr í sumar og héldu út fyrr í vikunni og hafa nú lokið við tvo hringi af þremur á The Duke of York mótinu.

Andri er í 36. sæti á 17 höggum yfir pari að loknum tveimur hringum en Heiða er í neðsta sæti á 37 höggum yfir pari eftir slæma byrjun á fyrsta hring þar sem hún lék á 95 höggum.

Síðasti hringurinn fer fram í dag en mótið er boðsmót og enginn annar en Prins Andrew er mótshaldari. Enginn niðurskurður er í mótinu svo allir kylfingar leika síðasta hringinn í mótinu.

www.kylfingur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024