Heiða Íslandsmeistari
Suðurnesjakylfingurinn Heiða Guðnadóttir GS er Íslandsmeistari í höggleik í stúlknaflokki 16-18 ára. Íslandsmótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi og kom Heiða í hús á samtals 228 höggum. Hennar besti hringur í mótinu kom á laugardeginum þegar hún lék á 71 höggi. Á laugardeginum lék Heiða á fimm höggum undir pari síðustu fimm holurnar á vellinum.
Heiða vildi þakka kylfusveini sínum og frábærum stuðningi klúbbfélaga og fjölskyldu sigurinn.
VF-mynd/ [email protected] – Heiða Guðnadóttir Íslandsmeistari í höggleik í stúlknaflokki 16-18 ára.