Heiða Guðnadóttir í þægilegri stöðu
Ungkylfingurinn Heiða Guðnadóttir, GS, er komin í þægilega stöðu í telpnaflokki á Unglingameistarmóti Íslands í golfi að loknum tveimur hringjum. Á mótinu sem haldið er á Hólmsvelli í Leiru fór Heiða sinn fyrsta hring á 79 höggum og þann seinni á 86. Heiða vermir sem stendur fyrsta sætið eftir tvo hringi með 165 högg eða níu höggum á undan næsta kylfingi.