Heiða á Spáni með landsliðinu
Kylfingurinn Heiða Guðnadóttir frá GS hefur verið við strangar æfingar með A-landsliði Íslands í golfi. Hún er nú við æfingar með landsliðinu á Arcos Grande vellinum á Spáni og mun síðar í apríl halda í keppnisferð með landsliðinu til Kýpur.
Heiða er að stíga sín fyrstu skref með A-landsliðinu en til þessa hefur hún verið í yngri landsliðum Íslands. Heiða varð Íslandsmeistari í höggleik stúlkna 16-18 ára í sumar og sigraði í keppninni högglengsta kona Íslands sem fram fór í Hraunkoti í Hafnarfirði síðastliðið haust.
Örn Ævar Hjartarson atvinnukylfingur frá GS er einnig staddur á Spáni við æfingar með landsliðinu en hann er á sínu fyrsta ári sem atvinnukylfingur og mun reyna við úrtökumót Evrópumótaraðarinnar í haust.
VF-Mynd/ Úr safni - Heiða Guðnadóttir, GS.