Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hefna Njarðvíkingar í kvöld?
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 11:04

Hefna Njarðvíkingar í kvöld?

Stórviðureignir fara fram í Intersport-deildinni í kvöld, í Grindavík taka heimamenn á móti Keflvíkingum kl. 19:15 en þegar liðin öttu síðast kappi í deildinni höfðu Keflvíkingar betur 84-73 þar sem Nick Bradford setti 26 stig og tók 12 fráköst.

Njarðvík og Snæfell mætast í Hólminum í kvöld og hefst sá leikur einnig kl. 19:15 en Snæfellingar stöðvuðu einmitt sex leikja sigurgöngu Njarðvíkinga í byrjun tímabils og það í Ljónagryfjunni. Einar Árni og hans menn fara væntanlega fram á hefndir í kvöld.

Aðrir leikir í deildinni í kvöld eru þessir:

Skallagrímur-Fjölnir, 19:15.

Hamar/Selfoss-Tindastóll, 19:15.

KR-Haukar, 19:15

ÍR-KFÍ, 19:15.

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024