Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hefði viljað elda pizzu fyrir Damon
Hildur María Magnúsdóttir og Sævar Sævarsson eiginmaður hennar. Hildur er í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur og Sævar í stjórn körfuknattleiksdeildar.
Miðvikudagur 8. janúar 2014 kl. 09:00

Hefði viljað elda pizzu fyrir Damon

Íþróttaárið 2013: Hildur María Magnúsdóttir

Hildur María Magnúsdóttir starfar í stjórn fimleikadeildar Keflavíkur. Deildin eignaðis tvo Íslandsmeistara á áriu sem var að líða. Hildur fór yfir íþróttaárið 2013 á Suðurnesjum en hún fylgist vel með heimi íþróttanna.

Hvað stóð upp úr á íþróttaárinu 2013 á Suðurnesjum?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var margt sem stóð upp úr á árinu enda eigum við mikið af flottu og efnilegu íþróttafólki hér suður með sjó. Ég er ákaflega stolt af því að fimleikadeild Keflavíkur eignaðist sínu fyrstu Íslandsmeistara á árinu í áhaldafimleikum og stökkfimi. En þetta eru þær Lilja Björk Ólafsdóttir, sem varð Íslandsmeistari í 2. þrepi, 14 ára og eldri. Hún var með hæstu einkunn á tvíslá og í gólfæfingum og Eydís Ingadóttir vann gull à öllum áhöldum og í samanlögðum árangri. Þá er eftirminnilegur árangur hjá stelpunum í körfunni í Keflavík sem unnu allt sem hægt er að vinna á árinu. Þá má ég til með að nefna gott gengi taekwondo deildar Keflavíkur. Ég hef fengið að fylgjast með þeim í gegnum einn af nemendum mínum í Myllubakkaskóla, hann Ágúst Kristinn, en hann stóð sig vel ásamt fleiri iðkendum.

Hver voru vonbrigði ársins að þínu mati?

Klárlega að hafa verið erlendis þegar Damon Johnson kom aftur „heim“ til að spila leik með Keflavík-B á móti ÍG í bikarnum. Ég hefði viljað geta eldað handa honum pizzu, en pizza a la Hildur var á óskalista kappans.

Hvaða íþróttamaður/kona skaraði framúr á árinu?

Margir sem sköruðu fram úr á árinu. Má þar nefna Ástrósu Brynjarsdóttur íþróttamann Keflavíkur og Reykjanesbæjar sem stóð sig frábærlega, fyrrnefndu fimleikastúlkurnar og Jóhann Birnir Guðmundsson aldursforsetann í Keflavíkurliðinu sem er eins og rauðvínið – verður bara betri með aldrinum. Hægt væri að nefna fullt af öðrum en ég læt þessa duga.

Einhverjar íþróttagreinar sem komu sterkar inn á þessu ári?

Af þeim íþróttagreinum sem ég fylgist hvað mest með þá eru það stelpurnar í körfunni í Keflavík sem komu hvað sterkastar inn á árinu.

Hvernig sérðu íþróttafólk af Suðurnesjum standa sig á næsta ári?

Við eigum svo mikið af flottu íþróttafólki hér á Suðurnesjum að ég er ekki í nokkrum vafa að þau eiga eftir að standa sig vel í sínum greinum.