Haukur og Oddur ætla að hitta í næsta leik
Lífleg umræða á Twitter eftir leik UMFN og KR
Umræðan var lífleg á Twitter í kringum leik Njarðvíkur og KR í undanúrslitum Domino’s deildar karla í gær, en leiknum lauk með naumum sigri Njarðvíkinga og oddaleik þarf því til þess að útkljá málin. Hér að neðan má sjá brot af umræðunni sem átti sér stað í gær á Twitter en þar stendur líklega uppúr tíst Hauks Helga Njarðvíkings, þar sem hann stingur upp á því að hann og Oddur Kristjáns fari að hitta í næsta leik. Þeir félagar misnotuðu öll 8 þriggja stiga skot sín í leiknum og hittu hvor um sig aðeins úr einu skoti.
Hvað segirðu @Oddurrk eigum við að hitta einhvað i næsta leik ?
— Haukur Helgi Palsson (@haukurpalsson) April 13, 2016
Vel gert hjá Njarðvík.#dominosdeildin365
— Margret St (@mstkef) April 14, 2016
Það þarf að panta vörubíl svo að Logi Gunn komist heim með punginn á sér, þvílíkur fo***ng maður! #Dominos365
— Stefán Birgir (@sbirgir5) April 13, 2016
Merkilegt hvað Maciej fær lítið hrós leik eftir leik. Búinn að vera frábær í úrslitakeppninni.
— Gummi Steinars (@gummisteinars) April 13, 2016
Kúdos á Ísak Ernir sem "fyrstur dómara" dæmdi skref á "go to move'ið" hans Craion... #alltafskref #dominos365
— Jón H. Hafsteinsson (@johnnyhawk69) April 13, 2016
22 leikir í röð þar sem skiptist á sigur og tap í úrslitakeppni, 23 er flott tala til að skemma þetta run #dominos365 #finalsherewecome
— Agnar Mar Gunnarsson (@AgnarMar) April 13, 2016
Finnst Maciek fá alltof lítið credit m.v. hvað hann er búinn að gera í vetur! Þannig eitt STÓRT appreciation tweet á hann🙌🏼 #dominos365
— Eyrún Líf (@eyrunlif) April 13, 2016
Þessir grænu í stúkunni jörðuðu þessa í fangabúningunum. #dominos365 pic.twitter.com/eDiRt19Xlb
— Hilmar Hafsteinsson (@HilmarHafsteins) April 13, 2016
Geggjað að fá oddaleik fyrir körfuboltann. Þetta Njarðvíkurlið er ódrepandi.
— Marvin Vald (@MarvinVald) April 13, 2016
Föstudagskvöldið verður eitthvað!#dominos365
Nú dugar bara sigur og ekkert annað #mekka #dominos365 pic.twitter.com/beXZE8HLAv
— Aron Hlynur (@aronhlynur) April 13, 2016
Það var aðdáunarvert að fylgjast með Loga í playoffs í fyrra... En þetta playoffs slær öllu við.
— Hörður vilhjálmsson (@Hossiaxel) April 14, 2016
Oddaleikur á föstudaginn! 🔥 #dominos365 https://t.co/N2wnQ4c6e8
— NBA spjall (@nbaspjall) April 13, 2016
Logi Gunnarsson once again!!! Töffararnir hitta úr stóru skotunum 💪🏻🏀💚 #dominos365
— Sigurbjörg Jónsdótti (@sigurbjorgjons) April 13, 2016