Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukur kláraði 200. hringinn á aðfangadag
Laugardagur 6. janúar 2018 kl. 13:06

Haukur kláraði 200. hringinn á aðfangadag

- næsta markmið er að lækka forgjöfina

„Ég var alveg búinn á því og þurfti góðan tíma til að jafna mig. Þetta var strembinn lokakafli,“ segir kylfingurinn Haukur Guðmundsson sem kláraði 200. golfhringinn á árinu á aðfangadag á nýliðnu ári.

Haukur lék 12 hringi  á nokkrum dögum og þar af sex samtals á Þorláksmessu og aðfangadag til að ná markmiðinu sem var að klára 200 hringi á árinu. Þessa síðustu hringi fór hann í Leirunni í ágætis veðri. „Það spáði ekki nógu vel fyrir síðustu daga ársins svo ég ákvað bara að klára þetta,“ sagði Haukur sem setti tilkynningu inn á Facebook-síðu sína ekki fyrr en á gamlársdag. „Ég var aðeins að stríða starfsfélögum mínum út af þessu markmiði mínu og setti þetta ekki í loftið fyrr en þá,“ sagði kylfingurinn úr Golfklúbbi Suðurnesja.
Hann segir að nýtt markmið fyrir árið 2018 verði ekki tengt fjölda hringja heldur forgjöfinni sem hann ætlar að reyna að koma úr 14 niður í 10.

Á Facebook-síðu Hauks kemur fram að annar Keflvíkingur, reyndar brottfluttur, Ellert Magnason, hefur nokkrum sinnum leikið 190 hringi á ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024