Haukur hetja Njarðvíkinga
Skoraði sigurkörfu í blálokin
Haukur Helgi Pálsson reyndist hetja Njarðvíkinga þegar þeir sigruðu Tindastólsmenn í 32-liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta karla í kvöld. Leikurinn var í járnum allan tímann og staðan var 47-53 í hálfleik gestunum í vil.
Spennan var mikil í fjórða leikhluta og Tindastólsmenn voru með boltann þegar 22 sekúndur lifðu leiks. Þeim mistókst að skora og Logi Gunnarsson brunaði yfir völlinn og sótti að körfunni. Í stað þess að skjóta fann hann Hauk Helga félaga sinn fyrir utan þriggja stiga línuna, sem gerði sér lítið fyrir og setti skotið niður. Stólarnir áttu möguleika á langskoti sem rataði ekki rétta leið. Njarðvíkingar því komnir áfram eftir sigur á sterku liði Sauðkræklinga.
Haukur var stigahæstur Njarðvíkinga með 20 stig, Simmons var með 14 og Logi Gunnarsson setti 10.
Boltinn syngur í netinu.