Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Haukur Helgi verður ekki með Njarðvík
Föstudagur 22. júlí 2016 kl. 14:24

Haukur Helgi verður ekki með Njarðvík

Fer til Frakklands

Njarðvíkingar urðu fyrir mikilli blóðtöku í dag þegar ljóst var að Haukur Helgi Pálsson hefði samið við lið Roulen í Frakklandi. Haukur sem endurnýjaði nýverið samning sinn við Njarðvík hafði klásúlu um að ef færi gæfist gæti hann gengið til liðs við erlent félag. Haukur var valinn besti leikmaður Domino's deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð, þar sem hann var með 17,9 stig, 7,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Njarðvíkingar höfðu þegar misst frá sér heimamennina Ólaf Helga Jónsson og Maciek Baginski sem sömdu við Þór Þorlákshöfn. Þeir fengu svo Björn Kristjánsson frá KR til liðsins fyrr í sumar.

Public deli
Public deli