Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 11. júlí 2014 kl. 10:04

Haukur Helgi með Njarðvík

Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson lék með Njarðvíkingum í æfingaleik gegn U18 landsliði karla í körfubolta í gær. Karfan.is náði mynd af Hauki í græna búningnum en hann virðist þó ekki við það að semja við liðið. „Ég er hérna fyrir sunnan að halda mér í formi og auðvitað æfa mig í að verða betri fyrir komandi vetur,“ sagði Haukur í viðtali við Karfan en hann hefur verið í þjálfun hjá Gunnari Einarssyni einkaþjálfara.

Óljóst er hvar Haukur mun spila næsta vetur en hann sagðist vera í sambandi við lið á Spáni og Svíþjóð og aðspurður útlokaði hann alls ekki að spila á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024