Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukur Helgi laus undan samningi við Njarðvík
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 5. maí 2023 kl. 09:32

Haukur Helgi laus undan samningi við Njarðvík

Haukur Helgi Pálsson hefur komist að samkomulagi við stjórn körfuknattleiksdeild UMFN um að hann fái sig lausan undan samningi við klúbbinn. Haukur gerði samning við Njarðvík til þriggja ára þegar hann kom úr atvinnumennsku 2021, þar að auki lék hann með Njarðvík tímabilið 2015/2016.

Haukur Helgi fær gott faðmlag frá stuðningsmanni eftir sigur á Tindastóli í undanúrslitum Subway-deildar karla.

Í viðtali við umfn.is segir Haukur að hann ákvörðunin hafi verið erfið og ekki tekin í flýti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Stóra ástæðan er sú að ég er á ákveðnum krossgötum í lífi mínu þar sem ég er komin með fjölskyldu. Þetta er ekki körfuboltaleg ákvörðun heldur ákvörðun sem ég tek fyrir fjölskyldu mína fyrst og fremst.” sagði Haukur Helgi en bæði hann og konan hans eru  af Reykjavíkursvæðinu og þeirra nánasta fólk þar. Á endanum hafi það orðið ofan að vilja vera nærri stórfjölskyldunni.

„Tíminn hér í Njarðvík hefur verið skemmtilegur en því miður hafa meiðsli litað þessi  ár mín hér,“ sagði Haukur og bætti við: „Ég set sjálfur á mig ákveðna pressu að skila af mér árangri og það hefur verið mér gríðarlega erfitt í ljósi meiðsla minna og hver hægur batinn hefur verið. En ég þakka Njarðvík fyrir gríðarlega góðan tíma og stuðningsmenn liðsins eru náttúrulega á heimsmælikvarða. Takk Njarðvík og takk Ljónagryfja.”

Byggt á frétt af vef umfn.is