Haukasigur í Röstinni
Grindavíkurstúlkur máttu sín lítils gegn Meistaraliði Hauka þegar liðin mættust í Iceland Expressdeild kvenna í kvöld. Haukar sigruðu 82-108 eftir að hafa farið af stað með miklum látum og tekið fysta leikhlutann 14-37.
Helena Sverrisdóttir átti enn einn stórleikinn og gerði 22 stig, stal 10 boltum og gaf hvorki fleiri né færri en 18 stoðsendingar. hún var þó ekki stigahæst því Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 33 stig fyrir Hauka og Ifeoma Okonkwo gerði 25.
Hjá Grindavík fór Tamara Bowie fremst í flokki sem fyrr og skoraði 29 stig og tók 14 fráköst og Hildur Sigurðardóttir var með 15 stig og 11 fráköst.
Haukar eru efstar í deildinni með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Grindavík er í því 3. eftir 2 sigra og 2 töp.
Tölfræði leiksins
Mynd úr safni VF/Hans Guðmundsson: Helena Sverrisdóttir