Haukar sigruðu Keflavík
Haukar báru sigurorð af Keflavík í fyrsta stórleik vetrarins í kvennakörfunni í dag, 90-81.
Fyrir leikinn voru bæði liðin ósigruð þannig að Íslandsmeistarar Hauka eru nú með tveggja stiga forskot á toppi Iceland Expressdeildarinnar.
Haukar, sem léku á heimavelli, byrjuðu betur og náðu frumkvæðinu í fyrsta leikhluta. Þær Helena Sverrisdóttir og Ifeoma Okonkwo fóru fyrir liði Hauka, en Ifeoma var með 32 stig og 17 fráköst og Helena var mað 31 stig og 12 stoðsendingar.
Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir stigahæst með 24 stig, TaKesha Watson var með 14, Margrét Kara Sturludóttir með 11 og María Ben Erlingsdóttir með 10.
Tölfræði leiksins
Vf-myndir/Hilmir H. Lundevik
Fyrir leikinn voru bæði liðin ósigruð þannig að Íslandsmeistarar Hauka eru nú með tveggja stiga forskot á toppi Iceland Expressdeildarinnar.
Haukar, sem léku á heimavelli, byrjuðu betur og náðu frumkvæðinu í fyrsta leikhluta. Þær Helena Sverrisdóttir og Ifeoma Okonkwo fóru fyrir liði Hauka, en Ifeoma var með 32 stig og 17 fráköst og Helena var mað 31 stig og 12 stoðsendingar.
Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir stigahæst með 24 stig, TaKesha Watson var með 14, Margrét Kara Sturludóttir með 11 og María Ben Erlingsdóttir með 10.
Tölfræði leiksins
Vf-myndir/Hilmir H. Lundevik