Haukar og Keflavík töpuðu: Oddaleikir!
Tindastóll vann Hauka 81:79 eftir framlengdan leik í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Intersportdeildarinar í körfuknattleik og á sama tíma lagði ÍR lið Keflavíkur 103:86 þar sem Eugene Christopher gerði 25 stig og þeir Hreggviður Magnússon og Sigurður Þorvaldsson 20 hvor. Guðjón Skúlason gerði 20 stig fyrir Keflavík eins og Edmund Saunders.Þriðju leikir liðanna verða á þriðjudaginn.