Sunnudagur 17. mars 2002 kl. 22:22
Haukar lögðu Keflavík
Haukar lögðu Keflvíkinga 83:70 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Liðin þurfa að mætast þriðja sinni.Damon Johnson með 15 stig og Guðjón Skúlason 14 fyrir Keflavík en Grindvíkingurinn Guðmundur Bragason skoraði 23 stig fyrir Hauka.