Haukar leiða gegn Keflvíkingum
Tap á útivelli í fyrsta leik undanúrslitanna
Keflvíkingar töpuðu rétt í þessu fyrir Haukum í fyrsta leik úrslitakeppni kvenna í Domino's deildinni. Lokatölur 66-61 að Ásvöllum en liðin eigast við í undanúrslitum og var þetta fyrsti leikur liðanna. Bæði lið virtust taugaóstyrk svona í upphafi úrslitakeppni en staðan var 10-8 eftir fyrsta leikhluta. Hittnin alls ekki góð í byrjun leiks. Í öðrum leikhluta hrukku liðin í gang en Haukar voru þó skrefinu á undan.Lele Hardy var illviðráðanleg í fyrri hálfleik en þá var hún þegar komin með 19 stig og 12 fráköst.
Staðan var 34-27 fyrir Hauka í hálfleik. Eftir þriðja leikhluta leiddu Haukar svo með 11 stigum en Keflvíkingar vöknuðu þá til lífsins. Suðurnesjastúlkur hleyptu spennu í leikinn undir lokinn með góðri baráttu en þó verður það að segjast að Haukar voru ávallt með leikinn í höndum sér, og lönduðu sigri eins og áður segir. Næsti leikur er í TM-höllinni í Keflavík á mánudaginn kl. 19:15.
Lele Hardy var með 28 stig og 17 fráköst í leiknum hjá Haukum en Diamber Johnson var með 21 stig hjá Keflvíkingum.
Keflavík: Diamber Johnson 21/8 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/5 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 9/6 fráköst/4 varin skot, Lovísa Falsdóttir 3, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 1/5 fráköst, Elfa Falsdottir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0/4 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0.
Haukar: Lele Hardy 28/17 fráköst/7 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 14, Gunnhildur Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Íris Sverrisdóttir 3/4 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 2, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 0, Inga Rún Svansdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0, Lovísa Björt Henningsdóttir 0.