Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haukar kláruðu Keflavík á línunni
Fimmtudagur 15. mars 2007 kl. 10:50

Haukar kláruðu Keflavík á línunni

Keflavík og Haukar mættust í Sláturhúsinu í gærkvöldi þar sem Haukakonur fóru með nauman 79-81 sigur af hólmi en þær tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í leikslok. Stigahæst í liði Hauka var Ifeoma Okonkwo með 23 stig en Helena Sverrisdóttir landaði glæsilegri þrennu með 17 stig, 14 fráköst og 13 stoðsendingar. Hjá Keflavík var María Ben Erlingsdóttir atkvæðamest með 21 stig og 9 fráköst.

 

Haukar leiddu 20-23 að loknum fyrsta leikhluta en staðan var jöfn 42-42 í hálfleik. Í síðari hálfleik var gríðarleg spenna og þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka var staðan 79-81 Haukum í vil og Keflavík tók leikhlé. Að leikhléi loknu fékk Keflavík innkast á miðjum leikvellinum og var skipun dagsins að freista þess að landa sigri með þriggja stiga skoti. TaKesha Watson fékk það hlutverk að taka lokaskot leiksins en það rétt geigaði og Haukar fögnuðu því sigri í þessum síðasta leik í deildarkeppninni.

 

Í Grindavík mættust þær gulu og ÍS þar sem heimakonur höfðu góðan 84-77 sigur á Stúdínum og að vanda var Tamara Bowie fyrirferðamikil í Grindavíkurliðinu en hún gerði 29 stig í leiknum og tók 8 fráköst. Hjá ÍS var Casey Rost með 23 stig.

 

Eins og áður hefur komið fram þá féll Breiðablik úr Iceland Express deildinni eftir 57-85 ósigur gegn Hamri í gærkvöldi.

 

VF-myndir/ Þorgils Jónsson - [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024