Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Haukar jarða Grindvíkinga
Sunnudagur 20. febrúar 2005 kl. 01:27

Haukar jarða Grindvíkinga

Taphrina Grindvíkinga í Intersport-deildinni heldur enn áfram og í dag töpuðu þeir fyrir Haukum á Ásvöllum, 110-85.

Grindvíkingar byrjuðu vel og leiddu eftir fyrsta leikhluta, 27-28, en Haukar, sem hafa alls ekki leikið vel í vetur, hreinlega völtuðu yfir gestina eftir það. Staðan í hálfleik var 52-39 og jókst munurinn all til loka.

Grindvíkingar voru greinilega ekki að finna sig í vörninni og Haukamaðurinn Mike Manciel var einráður í fráköstunum auk þess sem Demetric Shaw fór á kostum og skoraði 33 stig.

Darrel Lewis og Jeff Boschee skorðuðu 24 og 23 stig í liði Grindvíkinga en aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta, sérstaklega Páll Axel Vilbergsson sem skoraði einungis 3 stig.

Sem fyrr eru Grindvíkingar í 8. sæti deildarinnar, en Hamar/Selfoss og Haukar eru 2 stigum á eftir og getur ýmislegt gerst í þeim þremur leikjum sem eftir eru í deildarkeppninni. Grindvíkingar eiga eftir að mæta KFÍ, ÍR og KR og verða að vinna alla leikina til að viðhalda þeirri hefð að þeir hafa aldrei tapað meira en helmingi leikja sinna í deildinni.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024