Háspennuleikur í Njarðvík
Njarðvíkingar sigruðu KR-inga í háspennuleik, 91:90, í fyrsta leik þeirra í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Njarðvík.Teitur Örlygsson fékk eitt vítaskot 3,5 sekúndum fyrir leikslok í stöðunni 90:87 fyrir Njarðvík Hann skoraði úr vítinu og kom Njarðvíkingum þar með í 91:87, en KR-ingar grýttu boltanum fram völlinn þar sem Herbert Arnarsson skoraði úr þriggja stiga skoti í þann mund sem tíminn rann út. Munurinn var því ekki nema eitt stig í lokin, 91:90.
Stigahæstir hjá Njarðvíkingum voru Brenton Birmingham og Pete Philo með 21 stig hvor og Logi Gunnarsson gerði 20 stig. Jón Arnór Stefánsson gerði 23 stig fyrir gestina í KR og Herbert Arnarsson 20.
Stigahæstir hjá Njarðvíkingum voru Brenton Birmingham og Pete Philo með 21 stig hvor og Logi Gunnarsson gerði 20 stig. Jón Arnór Stefánsson gerði 23 stig fyrir gestina í KR og Herbert Arnarsson 20.