Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Háspennuleikur í Ljónagryfjunni
Mánudagur 5. mars 2018 kl. 22:04

Háspennuleikur í Ljónagryfjunni

Njarðvík tók á móti Bikameisturum Tindastóls í Domino´s-deild karla í körfu í Ljónagryfjunni í kvöld. Um sannkallaðan háspennuleik var að ræða í næst síðustu umferð deildarinnar en leikurinn var tvíframlengdur. Lokatölur leiksins voru 103-102 fyrir Njarðvík.

Eftir fyrsta leikhluta var staðan 29-14 fyrir Njarðvík en Tindastóll steig upp í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik 40-39. Seinni hálfleikur var hörkuspennandi og í leikslok var staðan 78-78 og því var framlengt. Í framlengingunni var Tindastóll tveimur stigum yfir þegar lítið var eftir og Njarðvík jafnaði og því þurfti að framlengja aftur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík datt í gírinn í seinni framlengingunni en Maciek Baginski skoraði af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru eftir af leiknum. Tindastóll átti lokasókn leiksins en náði ekki að hitta úr síðasta skotinu sínu og fögnuðu Njarðvíkingar sigri í kvöld eftir æsispennandi leik.

Með sigri kvöldsins er Njarðvík komið í fimmta sæti deildarinnar og mætir liðið Hetti á Egilsstöðum í lokaumferð deildarinnar.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru: Terrell Vinson 31 stig og 7 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 24 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 24 stig, 4 fráköst og 10 stoðsendingar og Kristinn Pálsson 21 stig og 7 fráköst.