Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hasar á Stjörnuleikjum
Laugardagur 15. janúar 2005 kl. 22:17

Hasar á Stjörnuleikjum

Erlendu liðin unnu stjörnuleiki karla og kvenna í dag.

Kvennaleikurinn fór 83-62 og var Njarðvíkingurinn Vera Janjic valinn besti maður leiksins.

Karlaleikurinn bauð upp á mikil tilþríf þar sem leikgleðin var frekar í fyrirrúmi en sigurvilji. Erlendir leikmenn unnu134-113.

Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli, var stigahæstur Íslendinga með 22 stig en þar á eftir röðuðu Suðurnesjamennirnir sér. Gunnar Einarsson, Keflavík, var með 19 stig líkt og Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík og Friðrik Stefánsson var með 13. Magnús Gunnarsson kom honum næstur með 9 stig.

Hjá erlendu leikmönnunum var Chris Woods, Hamri/Selfoss, með 29 stig en Suðurnesjamenn héldu sig til hlés. Darrel Lewis var seirra atkvæðamestur með 13 stig.

Tölfræði kvennaleiksins

Tölfræði karlaleiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024