Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hart barist í kvennakörfunni
Miðvikudagur 5. febrúar 2014 kl. 11:49

Hart barist í kvennakörfunni

Línur farnar að skýrast

Í kvöld hefst 21. umferðin í Domino's deild kvenna í körfubolta með fjórum leikjum. Ber þar hæst að nefna viðureign Keflvíkinga og Snæfellinga í TM-höllinni. Snæfell trónir á toppi deildarinnar á meðan Keflvíkingar eru í þriða sætinu, en átta stigum munar á liðnum. Keflvíkingar mæta með nýjan leikmann til leiks í kvöld en Diamber Johnson tók stöðu Porsche Landry á dögunum.

Grindvíkingar geta spyrnt sér frá botnbaráttunni með sigri gegn KR en liðin mætast í Grindavík í kvöld. Njarðvíkingar sitja á botni deildarinnar og berjast fyrir tilverurétti sínum í öllum leikjum, í kvöld heimsækja þær Valskonur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni.

Leikir kvöldsins í Domino's deild kvenna

19:15 Keflavík - Snæfell
19:15 Grindavík - KR
19:15 Haukar - Hamar
20:15 Valur - Njarðvík