Hardy best og Pálína í úrvalsliðinu
Nú fyrir skömmu var að ljúka blaðamannafundinum og verðlaunaafhendingunni fyrir seinni hluta Iceland Express-deildar kvenna í körfubolta og úrslitakeppnina sem framundan er. Valið var úrvalslið og besti leikmaður og besti þjálfari valinn. Einnig var kjörinn dugnaðarforkurinn en hér að neðan má sjá kjörið þar sem Lele Hardy frá Njarðvík var valin besti leikmaðurinn og var auk þess í úrvalsliðinu. Keflvíkingurinn Pálína Gunnlaugsdóttir var valin svo í úrvalslið.
Úrvalsliðið er þannig skipað:
Hildur Sigurðardóttir · Snæfell
Pálína Gunnlaugsdóttir · Keflavík
Íris Sverrisdóttir · Haukar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir · KR
Lele Hardy · Njarðvík
Dugnaðarforkurinn:
Jence Ann Rhoads · Haukar
Besti þjálfarinn:
Ingi Þór Steinþórsson · Snæfell
Besti leikmaðurinn · MVP:
Lele Hardy · Njarðvík