Haraldur verður fyrirliði Keflavíkur
Haraldur Freyr Guðmundsson verður fyrirliði Pepsi deildarliðs Keflavíkur í sumar. Það er mikill heiður að vera fyrirliði Keflavíkurliðsins og mun ég reyna að sinna fyrirliðastöðunni af minni bestu getu,“ segir Haraldur í viðtali við keflavik.is.
Haraldur Freyr er fæddur 1981. Hann byrjaði að spila með meistaraflokki Keflavíkur 1999 og hefur spilað alls 84 leiki í öllum keppnum og skorað 10 mörk. Var valinn leikmaður ársins árið 2002. Haraldur Freyr fór til Álasunds í Noregi 2005 og spilaði yfir 150 leiki fyrir þá og skoraði ellefu mörk. Hann var sérstaklega verðlaunaður fyrir sína 150 leiki og var kosinn leikmaður ársins hjá þeim 2006. Árið 2009 fór hann svo til Apollon Limassol á Kýpur og spilaði þar 18 leiki. Kom svo til Keflavíkur í júlí 2009 og kláraði tímabilið með okkur. Haraldur Freyr hefur spilað tvo A-landsleiki, gegn Suður Afríku og Ungverjalandi. Með yngri landsliðum spilaði hann átta leiki með U-21 og fjóra leiki með U-19. Flott upptalning þetta.
Willum Þór þjálfari var í viðtali á keflavik.is í vetur og hafði þá þetta að segja þar:
”Ég verð þó að segja að ég bind miklar vonir við að við semjum við Harald Guðmundsson og að við fáum að njóta krafta hans á komandi árum. Efni í leiðtoga sem eflir okkur í sumar og ekki síður í að miðla til af reynslu yngri leikmanna og hjálpa þannig til við mótun þeirra."
Sjá nánar á keflavik.is. Smellið hér.