Haraldur til Aalesund
Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við norska knattspyrnuliðið Aalesund.
Norska liðið, sem mun leika í úrvalsdeild að ári, mun ekki þurfa að greiða Keflavík fyrir Harald þar sem samningur hans rennur út um áramótin.
Haraldur er 23 ára varnarmaður og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir Keflavík árið 1999.