Haraldur skorar í tapleik
Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson skoraði mark Aalesund í 1-2 tapleik gegn Start í norsku úrvalsdeildinni í gær.
Haraldur kom sínum mönnum yfir í upphafi leiks, en gestirnir bættu í og skoruðu 2 mörk og unnu leikinn.
Stefán Gíslason lék allan leikinn með liði sínu Lyn í sigurleik gegn Bodö/Glimt og Grindvíkingurinn Ólafur Örn Bjarnason lék sömuleiðis allan leikinn með Brann gegn Ham-Kam.
Haraldur í baráttunni með Keflavík í fyrra.