Sunnudagur 22. júní 2003 kl. 13:44
Haraldur og Sigmundur í úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni
Haraldur H. Heimisson, GR og Sigmundur E. Másson, GKG leika til úrslita í holukeppni karla í golfi síðar í dag. Haraldur vann Gunnar Þór Gunnarsson, GKG 4/3 í undanúrslitum og Sigmundur vann Sigurpál Geir Sveinsson, GA 1/0.