Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haraldur leggur skóna á hilluna
Miðvikudagur 16. nóvember 2016 kl. 06:00

Haraldur leggur skóna á hilluna

Knattspyrnumaðurinn og fyrirliði Keflavíkurliðsins, Haraldur Guðmundsson, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Haraldur verður 35 ára í næsta mánuði og segir í samtali við fotbolti.net að hann hafi bara tekið ákvörðun um að hætta núna.

Haraldur segir að hann hafi áhuga á að fara í þjálfun en þó ekki á næsta ári. Grindvíkingar höfðu mikinn áhuga á að fá Harald til liðs við sig fyrir komandi leiktíð í Pepsi-deildinni.

Haraldur hefur eingöngu leikið með Keflavík hér á landi. Hann lék 226 leiki og skoraði í þeim 12 mörk. Hann lék með þremur liðum á atvinnumannaferli sínum í Álasund og Start í Noregi, Apollon á Kýpur og Hibernian í Skotlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024