Haraldur Guðmundsson til reynslu hjá FC Zurich
Knattspyrnukappinn Haraldur Guðmundsson frá Keflavík hélt í morgun út til Sviss þar sem hann mun vera til reynslu hjá úrvalsdeildarliðinu FC Zurich næstu vikuna.
Haraldur, sem er 22 ára varnarmaður, hefur verið undir smásjá ýmissa erlendra félaga að undanförnu og fór m.a. til æfinga með rússnesku liði fyrr í vetur.