Haraldur Freyr í liði vikunnar
Knattspyrnumaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson var valinn í lið 17. umferðar í norsku úrvalsdeildinni fyrir frammistöðu sína á sunnudag þegar lið hans Álasund vann Odd Grenland 2-1.
Þetta er í fyrsta sinn á leiktíðinni sem Haraldur er valinn í lið vikunnar. Álasund er í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig þegar 17 umferðum er lokið.