Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Haraldur framlengir hjá Keflavík
Fimmtudagur 29. janúar 2015 kl. 16:00

Haraldur framlengir hjá Keflavík

Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflvíkinga í knattspyrnuliði karla, hefur framlengt samning sinn við félagið. Samningur hans átti að renna út næsta haust en Haraldur hefur nú framlengt hann til haustsins 2016.

Haraldur Freyr er 33 ára gamall og lék með öllum yngri flokkum Keflavíkur.  Hann lék fyrst með meistaraflokki árið 1999 og á 166 deildarleiki að baki og hefur skorað í þeim 8 mörk  Haraldur hefur einnig leikið 26 bikarleiki og skorað fimm mörk og hann varð bikarmeistari með Keflavík árið 2004. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hann lék í Noregi og Kýpur á árunum 2005 til 2009 og aftur í Noregi seinni hluta sumarsins 2011. Haraldur hefur leikið með öllum landsliðum Íslands og á að baki tvo leiki með A-landsliðinu. Þess má geta að Haraldur Freyr var valinn leikmaður ársins hjá Keflavík á síðasta ári en hann hlaut þann titil einnig árin 2010 og 2002.