Haraldur ekki til Hibernian
Knattspyrnumaðurinn Haraldur Guðmundson er ekki á leiðinni til skoska liðsins Hibernian eins og allar líkur bentu til fyrir skömmu. Það skýrist fyrir lok janúar hvort hann verði áfram í herbúðum Keflavíkur eða fer til annars erlends liðs.
„Samningar gengu ekki upp í lokin og því varð ekkert af þessu,“ sagði Haraldur sem kom til Keflavíkur á miðju síðasta tímabili.
Hann skoraði annað mark Keflavíkur í 2-2 í æfingaleik gegn nýliðum Selfoss í síðustu viku. Hitt markið skoraði Theodór Guðni Halldórsson. Þá lék Keflavík æfingaleik við lið Álftaness og fóru leikar 17-5