Haraldur Axel til Keflavíkur á ný
Haraldur Axel Einarsson markahæsti leikmaður Víðis í Garði á sl. tímabili í knattspyrnunni hefur ákveðið að snúa aftur til síns heima og leika með Keflvíkingum í 1. deildinni í sumar. Hann þekkir vel til liðsins en hann lék með liðinu í gegnum alla yngriflokka félagsins. Haraldur hefur leikið vel í stöðu hægri bakvarðar í æfingleikjum liðsins í vetur en hann getur einnig leikið inni á miðjunni.Haraldur er fæddur 1981 og verður því 22 ára á þessu ári.