Haraldur áfram hjá Zürich
Haraldur Guðmundsson verður áfram við æfingar hjá svissneska liðinu FC Zürich. Hann hefur dvalið þar undanfarna daga en átti að koma heim í dag. Svisslendingarnir hafa hins vegar óskað eftir því Haraldur verði lengur og verður hann hjá liðinu fram eftir vikunni. Þá kemur væntanlega í ljós hvert framhaldið verður en ljóst er að forsvarsmönnum Zürich hefur litist vel á frammistöðu Halla hjá liðinu, en frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur.