Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 10. september 2001 kl. 11:34

Happa-drengurinn stigahæsti kylfingur landsins

Það hafa svo sannarlega verið miklir happadagar hjá Happasælsfjölskyldunni. Ekki aðeins kom nýr bátur heldur fagnaði sonur skipsstjórans, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson því á viðeigandi hátt með því að ljúka leik á Toyta mótaröðinni í golfi, í efsta sæti!Guðmundur Rúnar endaði í 2. sæti á Samvinnuferða-mótinu á Oddfellow-vellinum um sl. helgi og tryggði sér þannig efsta sæti á Toyta-mótaröðinni í golfi. Guðmundur sigraði á einu móti, varð annar í einu og fjórði á öðru og nr. 17 á Íslandsmóti. Þessi glæsilegi árangur skilaði honum í toppsætið sem hann reyndar hefur verið í síðan í byrjun júlí. Með titilinum vann hann sér þátttökurétt á Sýnar-golfmóti sem haldið verður á Írlandi um miðjan október.
Íþróttanefnd Golfklúbbs Suðurnesja bauð bestu kylfingum klúbbsins með Guðmund Rúnar í fararbroddi til veislu í gærkvöld þar sem árangri sumarsins var fagnað. Þetta er langbesti árangur GS-kylfinga í mörg ár. Örn Ævar Hjartarson landaði Íslandsmeistaratitlinum, Guðmundur Rúnar Toyota-titlinum og síðan hafa þeir átt sæti í landsliðinum í sumar þeir Örn og Helgi Þórisson sem varð m.a. annar á Íslandsmóti í holukeppni. Hann heldur nú á vit atvinnumannaævintýra og tekur þátt í forkeppni fyrir lokaúrtökumót atvinnumanna á Spáni í nóvember.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024